sit ein heima að sulla nei afsakið, sötra, afmælisrauðvín að hlusta á Beach boys og annað bland í poka að blogga....ein heima...ég er ekki alveg viss hvort mér finnist ég svaka fullorðin eða bara pathetic yfir að allir eru að gera eitthvað annað en að sulla með mér...hmmm... hvað um það, hér er ég, fullorðin, segjum það bara.
Ég fékk mjög flottar jólagjafir í ár (eins og alltaf reyndar)´. Ég sé að það margborgar sig að gera lista yfir það sem mann langar í, eða allavega segja sem flestum frá honum. Ég fékk margt og mikið og hér er ágætis samantekt:
*mp3 sem ég skírði Filip Aron frá mömmu ásamt sæng, bollum og snyrtidóti og drama queen nærfötum
*fullt af snyrtidóti frá ættingjum og vinum
*peysu og bol frá örnu design
*george foreman grill frá ömmu og afa
*allar shopaholic bækurnar frá eiríku frænku
*polariod myndavél og filmur og kerti frá særúnu frænku
*eyrnalokka,mynd og nælu frá andra pandra (sem ég er by the way með núna..)
*tösku og perlur og nælu frá Ljósu sem ég er líka með núna..
og svo fullt af öðrum fínum gjöfum en þetta svona stendur svoldið uppúr verð ég að játa....en hey, þið hin, það þýðir ekki að ekki gefa mér næsta ár....just stick to the list.. ;)
(vá hvað ég verð bögguð yfir þessu inleggi)
annars hefur mest lítið drifið á daga mína. Arna hélt upp á afmælið sitt á annan jóladag á 11 og þar var þambaður bjór af áfergju og svo kíkti ég og Anna Kristín á le stick, svaka fínt djamma þar á ferð, ég meira að segja græddi sogblett frá samkynhneigðum manni sem segir gjarnan frá sínum hýra heimi í blöðunum. en já, frekar viðburðasnautt djamm en skemmtilegt.
dagarnir hafa liðið í stússi á kaffihúsum með Logadóttur og Þórðardóttur og 10 klst svefns að hádegi og almennri fátækt og svelti ef ekki væri fyrir góðmennsku fjölskyldunnar minnar.
í dag gerðust brjóstin mín módel. Þessar elskur stóðu sig með prýði og vonandi vekja þær enivherja "lukku" ef svo mætti að orði komast, úti í hinum stóra heimi og koma á vinkonu mína viðurnefninu magg..eða allavega ___ fótó. Svoldið spes að vera svona "módel", ég varð pínu pons kjánaleg þó að ég efist ekki um gæði myndanna og myndefnisins en bara eitthvað svona, ég er bara ekkert módel, og hef reyndar alltaf vitað það, en mér finnst ég bara vera krumpuð og skrýtin. Brjóstin mín höndla þetta eflaust betur, spennandi að sjá myndirnar... ef ég einvhern tima læri að setja svona linka og myndir inn á þetta blogg læt ég myndir fylgja ef þær eru flattering...sem þær eru eflaust vegna hágæða ljósmyndara....og vouge frammistöðu fyrrgreindra.. en nóg af elskunum.
við tók jólaball ættarinnar. ekki það að jólaböll séu ekki ágæt í sjálfu sér en ég er bara enn á því stigi að ég sleppi mér ekki og missi mig í stapplandi, ég held að þetta komi þegar ég eignast grisling. ég var mest bara í kökuáti og kaffisnatti og að horfa í kringum mig á alla ættingjana sem ég vissi ekki að væri skyldir mér, sem betur fer var engin eligable bachelor...en ég er með celebið Rúna Júll og það kánts for something, ekki allir með celeb í ættinnni.
bróðir minn benti mér á að á jólaballinu væru ekki alvöru jólasveinar á ferð og svo hann búning annars þeirra í Bónus poka, sem betur fer missti hann ekki trúnna...ahhh krakkar og skórinn...
í kvöld bauð Jóna Dögg vinkona mér á Rossopomodoro og ég veit að ég hef ekki farið fögrum orðum um staðinn en í kvöld stóð hann undir vinsældum og var barasta fínn í alla staði. jey fyrir þeim. kíktum á vegamót og prikið og fengum okkur eitt rautt glas...sem skilaði mér hér.
það er pínu lítill púki í mér að kíkja út á lífið en það eru einhvern vegin allir að gera eitthvað annað eins og að kúra eða having the talk, eða veikir, ekki gaman og því bulla ég og sulla hér með Edith Piaf...
je ne sais pas!
au revoir
madame sigga
miðvikudagur, desember 29
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
haha, ég elska þessar Shopaholic bækur, hvað eru þær orðnar margar núna? Gleðileg jól, old timer ;)
Gleðilegt ár sæta
kveðja 'Olína
Skrifa ummæli